Samfélagsmiðlar

Tíu áhugaverðustu ferðamannalöndin 2011

Skríbentar ferðaritsins Lonely Planet eru ekki í vafa um hvar stærstu upplifanirnar bíða ferðamanna á næsta ári

Það eru sennilega ekki margir hér á landi sem eru búnir að skipuleggja sumarfrí næsta árs. Þeir sem eru opnir fyrir hugmyndum ættu að renna yfir lista Lonely Planet til að sjá hvort þar leynist áfangastaður næsta árs.

Hér er listinn fyrir þau tíu lönd sem eru mest spennandi á næsta ári:

Albanía

Hingað til hafa það helst verið ævintýragjarnir ferðalangar sem eytt hafa fríinu á Balkanskaganum. Núna er hins vegar kominn tími til að fleiri fái notið hinna ósnortnu stranda, matarmenningarinnar, sögufrægu staðanna og gestrisni heimamanna.

Brasilía

Fjármálakrísan hefur ekki plagað Brassana að neinu ráði og efnahagurinn sjaldan verið betri. Landsmenn eru því stórhuga og ætla að hýsa bæði ólympíuleika og heimsmeistarakeppni í fótbolta á næstu árum. Það kallar á miklar fjárfestingar í hótelum og samgöngumannvirkjum sem koma túristum til góða strax á næsta ári.

Grænhöfðaeyjar

Líkt og þeir Íslendingar, sem hafa tekið þátt í þróunarverkefnum á Grænhöfðaeyjum, geta vitnað um skín sólin nær alla daga á þessum eyjaklasa í Atlantshafinu. Það er því ekki skrítið að þar leiti Evrópubúar í auknum mæli skjóls frá kuldabola á veturna. Ferðamannaiðnaðurinn er því í miklum blóma á þessum eldfjallaeyjum.

Panama

Heimamenn í Panama hafa reynt að snúa við blaðinu í kjölfar fjármálakrísunnar. Núna er ekki aðaláherslan lögð á að lokka til landsins ameríska spilasjúklinga heldur frekar fólk sem vill kynnast menningu landsins og njóta nátturunnar.

Búlgaría

Þeir sem eru í leit að ódýrum skíðastað eða strönd þurfa ekki að leita lengra því í Búlgaríu þykir Lonely Planet að fólk fái mikið fyrir peninginn.

Vanatu

Það er langt til eyjanna í Suður-Kyrrahafinu héðan frá Íslandi en þeir sem vilja komast sem lengst í burtu og um leið upplifa ósvikna hitabeltisstemningu ættu að kynna sér Vanatu. Eyjaskeggjar hafa engan áhuga á að reisa risavaxin hótel og vatnsrennibrautargarða heldur er áherslan lögð á litla og vistvæna gististaði.

Ítalía

Maturinn er engu líkur, veðrið gott og fjöldi sögufrægra staða er næstum óteljandi. Þetta breytist varla í bráð en það sem gerir Ítalíu ögn meira spennandi á næsta ári er að þá eru 150 ár frá sameiningu landsins sem er tilefni til hátíðarhalda í borgum og sveitum.

Tansanía

Dýralífið í Tansaníu er engu líkt og þar er hægt að komast í nálægð við ógrynni af sjaldgæfum skepnum. Landið státar einnig af hæsta fjalli Afríku, Kilimanjaro, sem marga dreymir um að klífa. 

Sýrland

Ferðamannaiðnaðurinn er í miklum vexti þökk sé jákvæðara viðhorfi vesturlanda til stjórnvalda í Sýrlandi. Þar geta túristar nú gist í uppgerðum slottum og sötrað á cappuccino. Það er líka stutt í hina ósviknu hlið landsins þar sem tíminn hefur staðið í stað. Ekki skemmir fyrir að gestrisni er í hávegum höfð í Sýrlandi, túristum til mikillar blessunar.

Japan

Orðrómurinn um hið rándýra Japan á ekki við rök að styðjast að mati Lonely Planet. Ferðamenn geta auðveldlega notið ferðalagsis um landið án þess að leggja fyrir í mörg ár áður en lagt er upp í reisuna. Þeir sem ætla að ferðast um Japan ættu að kaupa sér lestarkort (Japan Rail Pass) sem gefur fólki ódýran aðgang að einu besta lestarkerfi í heimi. 

NÝJAR GREINAR: Vinsælasta ferðamannalandið
TILBOÐ: Rómantísk helgi í KaupmannahöfnÓdýrt hótel í New York   

 Mynd: OutdoorAlbania (Creative Commons)

Bookmark and Share

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …