Samfélagsmiðlar

Tíu áhugaverðustu ferðamannalöndin 2011

Skríbentar ferðaritsins Lonely Planet eru ekki í vafa um hvar stærstu upplifanirnar bíða ferðamanna á næsta ári

Það eru sennilega ekki margir hér á landi sem eru búnir að skipuleggja sumarfrí næsta árs. Þeir sem eru opnir fyrir hugmyndum ættu að renna yfir lista Lonely Planet til að sjá hvort þar leynist áfangastaður næsta árs.

Hér er listinn fyrir þau tíu lönd sem eru mest spennandi á næsta ári:

Albanía

Hingað til hafa það helst verið ævintýragjarnir ferðalangar sem eytt hafa fríinu á Balkanskaganum. Núna er hins vegar kominn tími til að fleiri fái notið hinna ósnortnu stranda, matarmenningarinnar, sögufrægu staðanna og gestrisni heimamanna.

Brasilía

Fjármálakrísan hefur ekki plagað Brassana að neinu ráði og efnahagurinn sjaldan verið betri. Landsmenn eru því stórhuga og ætla að hýsa bæði ólympíuleika og heimsmeistarakeppni í fótbolta á næstu árum. Það kallar á miklar fjárfestingar í hótelum og samgöngumannvirkjum sem koma túristum til góða strax á næsta ári.

Grænhöfðaeyjar

Líkt og þeir Íslendingar, sem hafa tekið þátt í þróunarverkefnum á Grænhöfðaeyjum, geta vitnað um skín sólin nær alla daga á þessum eyjaklasa í Atlantshafinu. Það er því ekki skrítið að þar leiti Evrópubúar í auknum mæli skjóls frá kuldabola á veturna. Ferðamannaiðnaðurinn er því í miklum blóma á þessum eldfjallaeyjum.

Panama

Heimamenn í Panama hafa reynt að snúa við blaðinu í kjölfar fjármálakrísunnar. Núna er ekki aðaláherslan lögð á að lokka til landsins ameríska spilasjúklinga heldur frekar fólk sem vill kynnast menningu landsins og njóta nátturunnar.

Búlgaría

Þeir sem eru í leit að ódýrum skíðastað eða strönd þurfa ekki að leita lengra því í Búlgaríu þykir Lonely Planet að fólk fái mikið fyrir peninginn.

Vanatu

Það er langt til eyjanna í Suður-Kyrrahafinu héðan frá Íslandi en þeir sem vilja komast sem lengst í burtu og um leið upplifa ósvikna hitabeltisstemningu ættu að kynna sér Vanatu. Eyjaskeggjar hafa engan áhuga á að reisa risavaxin hótel og vatnsrennibrautargarða heldur er áherslan lögð á litla og vistvæna gististaði.

Ítalía

Maturinn er engu líkur, veðrið gott og fjöldi sögufrægra staða er næstum óteljandi. Þetta breytist varla í bráð en það sem gerir Ítalíu ögn meira spennandi á næsta ári er að þá eru 150 ár frá sameiningu landsins sem er tilefni til hátíðarhalda í borgum og sveitum.

Tansanía

Dýralífið í Tansaníu er engu líkt og þar er hægt að komast í nálægð við ógrynni af sjaldgæfum skepnum. Landið státar einnig af hæsta fjalli Afríku, Kilimanjaro, sem marga dreymir um að klífa. 

Sýrland

Ferðamannaiðnaðurinn er í miklum vexti þökk sé jákvæðara viðhorfi vesturlanda til stjórnvalda í Sýrlandi. Þar geta túristar nú gist í uppgerðum slottum og sötrað á cappuccino. Það er líka stutt í hina ósviknu hlið landsins þar sem tíminn hefur staðið í stað. Ekki skemmir fyrir að gestrisni er í hávegum höfð í Sýrlandi, túristum til mikillar blessunar.

Japan

Orðrómurinn um hið rándýra Japan á ekki við rök að styðjast að mati Lonely Planet. Ferðamenn geta auðveldlega notið ferðalagsis um landið án þess að leggja fyrir í mörg ár áður en lagt er upp í reisuna. Þeir sem ætla að ferðast um Japan ættu að kaupa sér lestarkort (Japan Rail Pass) sem gefur fólki ódýran aðgang að einu besta lestarkerfi í heimi. 

NÝJAR GREINAR: Vinsælasta ferðamannalandið
TILBOÐ: Rómantísk helgi í KaupmannahöfnÓdýrt hótel í New York   

 Mynd: OutdoorAlbania (Creative Commons)

Bookmark and Share

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …