Vinsælasta ferðamannalandið

Annað árið í röð er Frakkland það land sem laðar til sín flesta túrista.

Frakkland ber höfuð og herðar yfir önnur lönd þegar kemur að vinsældum meðal ferðamanna. Hátt í áttatíu milljónir manns hafa lagt leið sína þangað í ár sem er miklu meira en landið í öðru sæti, Bandaríkin, getur státað af. Þar stefnir í að gestirnir verði á milli fimmtíu og sextíu milljónir.

Spánn er þriðja vinsælasta landið samkvæmt lista ferðamáladeildar Sameinuðu þjóðanna og í fjórða sæti er Kína, hástökkvarinn á listanum. Þar hefur fjöldi ferðamanna sexfaldast frá aldarmótunum síðustu samkvæmt frétt Politiken.

NÝJAR GREINAR: Ísland í mestum metum
TENGDAR GREINAR: Vilja orlofsíbúðir burt úr París
TILBOÐ: Rómantísk helgi í Kaupmannahöfn

Mynd: Ferðamálaráð Parísar