Airberlin eykur umsvifin hér á landi

Sjötta sumarið í röð er Ísland einn af áfangastöðum þýska flugfélagsins Airberlin. Í sumar flýgur félagið til sex borga frá Keflavík og talsmaður þess útilokar ekki flug þaðan yfir vetrartímann

Airberlin er eitt af þeim örfáu erlendu flugfélögum sem hingað fljúga. Góður stígandi hefur verið í umsvifum þess hér á landi og flugleiðunum farið fjölgandi milli ára. Í sumar bætist Hamborg við og verða áfangastaðirnir þá orðnir sex talsins.  

Fram til þessa hefur Airberlin eingöngu flogið hingað á sumrin en aðspurð útilokar Tina Birke, talsmaður félagsins, ekki að Ísland verði hluti að leiðarkerfi fyrirtækisins á veturna. Hún segir stjórnendur Airberlin oft taka ákvarðanir um fjölgun áfangastaða með stuttum fyrirvara og því sé of snemmt að segja til hvað gerist næsta vetur. 

Auk beins flugs til Hamborgar flýgur Airberlin til Berlínar, Stuttgart, Düsseldorf, München og Vínarborgar. Um næturflug er að ræða í öllum tilvikum.

NÝJAR GREINAR: Í landi danskra rússíbana
TILBOÐ: Ódýrt hótel í New YorkRómantísk helgi í Kaupmannahöfn

Mynd: Airberlin

 

Bookmark and Share