Samfélagsmiðlar

Bestu hótelin að mati fólksins

Hér eru þau hótel sem álitsgjafar ferðasíðunnar Tripadvisor telja þau bestu í heimi. Á listanum eru gististaðir sem venjulegir ferðamenn hafa efni á að bóka.

Þó vinsældarlista beri ekki að taka hátíðlega má stundum hafa af þeim nokkuð gagn. Einn slíkur er listi ferðasíðunnar Tripadvisor yfir bestu gististaðina. Sá er nefnilega byggður á milljónum umsagna frá fólki sem gist hefur á hótelunum. Og þar sem aðstandendur síðunnar stroka miskunnarlaust út sleggjudóma og skrum ætti Tripadvisor að gefa góða mynd af hótelunum sem þar koma fyrir.

Þetta eru gististaðirnir sem fengið hafa hæstar einkunnir hjá álitsgjöfum Tripadvisor á síðasta ári:

1. Golden Well (U Zlate Studne) í Prag, Tékklandi

Staðsetning í miðborg Prag gæti varla verið betri og útsýnið frá hótelherbergjunum er eitt af því sem gestirnir eru hvað ánægðastir með. Engin hefur heldur neitt slæmt að segja um þjónustuna á þessum fimm stjörnu hóteli þar sem passað er uppá að engin fari svangur í rúmið því eftirréttum er dreift inn á öll herbergi í lok dags. Það kostar ekki minna en tuttugu og fimm þúsund krónur að halla höfði, eina nótt, á þessu lofaðasta hóteli Tripadvisor.

2.  Anastasis Apparments á Santorini, Grikklandi

Það verður vænanlega ekki þverfótandi fyrir brúðhjónum á þessu íbúðarhóteli næstu árin. Engin gististaður í heimi er nefnilega jafn rómantískur að mati álitsgjafanna. Nóttin í ódýrustu íbúðunum kostar tæpar þrjátíu þúsund krónur.

3. Riad Le Calife, Fes, Marokkó

Þau Yasmin og Alexander kunna greinilega að taka vel á móti fólki því nöfn þeirra eru áberandi þegar rennt er yfir lofræðurnar um hótelið þeirra í Fes, næststærstu borg Marokkó. Þeir sem vilja fá að njóta þessarar rómuðu gestrisni þurfa ekki að borga hátt gjald því finna má herbergi sem kosta minna en tíu þúsund krónur. Á móti kemur að flugið héðan og til Fes kostar skildinginn.

4. Al Ponte Antico í Feneyjum, Ítalíu

Útsýnið frá hótelherbergjunum yfir eitt fallegasta byggða ból í heimi er það sem gestirnir lofa mest. Og ekki skemmir fyrir að hótelið er við hliðina á Rialto brúnni sem mynduð hefur verið í bak og fyrir. Nóttin kostar frá fjörtíu þúsund krónum.

5. La Villa Marbella, Marbella, Spáni

Starfsfólkið og staðsetning er það sem heillar gesti þessa litla og einfalda hótels í gamla bænum í Marbella. Nóttin kostar um þrjátíu og fimm þúsund. 

Hér eru listar Tripadvisor.

TILBOÐ FYRIR TÚRISTA: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á gistingu í Kaupmannahöfn og Berlín
TENGDAR GREINAR: Dýrustu hótelherbergi í heimiBestu gistiheimilin

Mynd: Wikimedia – Creative Commons

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …