Samfélagsmiðlar

Bestu hótelin að mati fólksins

Hér eru þau hótel sem álitsgjafar ferðasíðunnar Tripadvisor telja þau bestu í heimi. Á listanum eru gististaðir sem venjulegir ferðamenn hafa efni á að bóka.

Þó vinsældarlista beri ekki að taka hátíðlega má stundum hafa af þeim nokkuð gagn. Einn slíkur er listi ferðasíðunnar Tripadvisor yfir bestu gististaðina. Sá er nefnilega byggður á milljónum umsagna frá fólki sem gist hefur á hótelunum. Og þar sem aðstandendur síðunnar stroka miskunnarlaust út sleggjudóma og skrum ætti Tripadvisor að gefa góða mynd af hótelunum sem þar koma fyrir.

Þetta eru gististaðirnir sem fengið hafa hæstar einkunnir hjá álitsgjöfum Tripadvisor á síðasta ári:

1. Golden Well (U Zlate Studne) í Prag, Tékklandi

Staðsetning í miðborg Prag gæti varla verið betri og útsýnið frá hótelherbergjunum er eitt af því sem gestirnir eru hvað ánægðastir með. Engin hefur heldur neitt slæmt að segja um þjónustuna á þessum fimm stjörnu hóteli þar sem passað er uppá að engin fari svangur í rúmið því eftirréttum er dreift inn á öll herbergi í lok dags. Það kostar ekki minna en tuttugu og fimm þúsund krónur að halla höfði, eina nótt, á þessu lofaðasta hóteli Tripadvisor.

2.  Anastasis Apparments á Santorini, Grikklandi

Það verður vænanlega ekki þverfótandi fyrir brúðhjónum á þessu íbúðarhóteli næstu árin. Engin gististaður í heimi er nefnilega jafn rómantískur að mati álitsgjafanna. Nóttin í ódýrustu íbúðunum kostar tæpar þrjátíu þúsund krónur.

3. Riad Le Calife, Fes, Marokkó

Þau Yasmin og Alexander kunna greinilega að taka vel á móti fólki því nöfn þeirra eru áberandi þegar rennt er yfir lofræðurnar um hótelið þeirra í Fes, næststærstu borg Marokkó. Þeir sem vilja fá að njóta þessarar rómuðu gestrisni þurfa ekki að borga hátt gjald því finna má herbergi sem kosta minna en tíu þúsund krónur. Á móti kemur að flugið héðan og til Fes kostar skildinginn.

4. Al Ponte Antico í Feneyjum, Ítalíu

Útsýnið frá hótelherbergjunum yfir eitt fallegasta byggða ból í heimi er það sem gestirnir lofa mest. Og ekki skemmir fyrir að hótelið er við hliðina á Rialto brúnni sem mynduð hefur verið í bak og fyrir. Nóttin kostar frá fjörtíu þúsund krónum.

5. La Villa Marbella, Marbella, Spáni

Starfsfólkið og staðsetning er það sem heillar gesti þessa litla og einfalda hótels í gamla bænum í Marbella. Nóttin kostar um þrjátíu og fimm þúsund. 

Hér eru listar Tripadvisor.

TILBOÐ FYRIR TÚRISTA: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á gistingu í Kaupmannahöfn og Berlín
TENGDAR GREINAR: Dýrustu hótelherbergi í heimiBestu gistiheimilin

Mynd: Wikimedia – Creative Commons

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …