Íslenski ferðavefurinn Dohop hefur gert samning við ástralska fyrirtækið HotelsCombined um rekstur íslenskrar hótelleitar.
Hótelleitarvélin sýnir verð frá þrjátíu söluaðilum um allan heim, meðal annars frá Hotels.com, Expedia, Booking.com og HRS. Þessi nýja leitarvél hefur verið þýdd á íslensku að beiðni Dohop, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.
Íslenskum ferðalöngum stendur því til boða að leita að hagstæðum verðum á hótelum um allan heim, á móðurmálinu hjá Dohop.
NÝJAR GREINAR: Airberlin eykur umsvifin hér á landi – Í landi danskra rússíbana
TILBOÐ: Ódýrt hótel í Kaupmannahöfn