Flugfélög nú vegin og metin hjá Tripadvisor

Notendur einnar vinsælastu ferðavefsíðu í heimi geta núna lagt mat sitt á þjónustu flugfélaga. Icelandair fær góða dóma.

Hingað til hefur Tripadvisor einbeitt sér að því að safna saman áliti ferðalanga á hótelum, veitingastöðum og ýmiskonar afþreyingu. En frá og með þessari viku verða flugfélög einnig vegin og metin af álitsgjöfum síðunnar. 

Til að gera umsagnirnar markvissari þá eru notendurnir beðnir um að dæma félögin út frá átta þáttum; meðhöndlun farangurs, innritunarferlinu, aðbúnaði og þjónustu um borð, stundvísi, sanngirni í innheimtu aukagjalda, þægindum sæta og virði.

LESTU LÍKA: Hér er besta flugfélag í heimi

Einkunnargjöfin hófst á miðvikudaginn og hafa tíu notendur Tripadvisor lagt mat sitt á Icelandair en enginn á Iceland Express. Icelandair fær fjóra punkta af fimm mögulegum.

NÝJAR GREINAR: Tvö glæný hótel í BerlínÞriðja nóttin frí á fínni hótelum Manhattan
TILBOÐ: Gistiheimili og íbúðarhótel í LondonRómantísk helgi í Kaupmannahöfn

 

Bookmark and Share