Nefskattur á ferðamenn í Róm

Nýjum ferðamannaskatti er nú bætt við alla hótelreikninga í höfuðborg Ítalíu.

Þeir sem kaupa sér gistingu í Róm verða hér eftir að borga sérstakan skatt. Upphæðin ræðst af gæðum gistingarinnar. Ferðamenn sem búa á gistiheimilum borga til dæmis eina evru aukalega fyrir hverja nótt á meðan hótelgestir betri hótelanna borga þrjár evrur. Börn yngri en tíu ára eru undanþegin.

Íslensk vísitölufjölskylda, sem tékkar sig inn á ágætis hótel í Róm í nokkra daga, þarf því að borga nokkra tugi evra aukalega fyrir gistinguna þar sem skatturinn er reiknaður út frá fjölda gesta.

Samkvæmt frétt The Guardian ætla borgaryfirvöld meðal annars að nota þessar nýju tekjur til að bæta sorphirðu og gera borgina þægilegri fyrir ferðamenn. 

NÝJAR GREINAR: Þriðja nóttin frí á fínu hótelum Manhattan
TENGDAR GREINAR: Borguðu hundrað þúsund fyrir morgunmat
TILBOÐ: Rómantísk helgi í Kaupmannahöfn

Mynd: dichohecho (Creative Commons)

Bookmark and Share