Stundvísustu flugfélögin

Tíminn fer ólíklega til spillis hjá þeim sem fljúga með þessum flugfélögum.

Í níutíu prósent tilvika fara flugvélar japanska flugfélagsins JAL í loftið á réttum tíma. Ekkert annað af stóru flugfélögunum getur státað af betri árangri en Japanirnir.

Fyrirtækið fékk því verðlaun Flighstats í gær sem árlega eru veitt þeim sem oftast halda áætlun.

Meðal þeirra stóru í Evrópu er SAS stundvísast og taka vélar þeirra á loft samkvæmt áætlun í 86,5 prósent tilvika. Alaska Airlines er til mestrar fyrirmyndar í N-Ameríku.

TILBOÐ FYRIR TÚRISTA: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á hótelíbúðum í Berlín og á ódýru hóteli í Kaupmannahöfn
TENGDAR GREINAR: Hér er besta flugfélag í heimi

Mynd: SAS

Bookmark and Share