Þriðja nóttin frí á fínni hótelum Manhattan

Þeir sem bóka fimm stjörnu hótel í New York á næstunni fá þriðju nóttina í kaupbæti. Löng helgi kostar frá sjötíu þúsund krónum.

Nýmóðins lúxushótel eins og London NYC er mun raunhæfari kostur fyrir þá íslenska túrista sem eru til í að spenna bogann. Hótelið er staðsett á miðri Manhattan, rétt fyrir neðan Central Park og þrjár nætur kosta um sjötíu þúsund ef bókað er á heimasíðu hótelsins. Á London NYC er til dæmis að finna veitingastað merktan Gordan Ramsey.

Þeir sem hyggja á ferð til heimsborgarinnar á næstunni og vilja leyfa sér meiri munað en ódýrari hótelin á svæðinu bjóða uppá fá allar upplýsingar um hvernig eigi að bóka gistingu á þessum sérkjörum á heimasíðunni Nycgo.com. Í sum hótelin þarf nefnilega að hringja og gefa upp kóða sem finna má á heimasíðunni.

TENGDAR GREINAR: Gist ódýrt en með stæl í New YorkHamborgari í heimsborginni
TILBOÐ: Ódýr gisting í London

Myndir: London NYC

Bookmark and Share