Samfélagsmiðlar

Tvö glæný hótel í Berlín

Breskur einkaklúbbur og skandinavísk hótelkeðja hafa blandað sér í slaginn um ferðamenn í þýska höfuðstaðnum.

Smelltu hér til að gera verðsamanburð á hótelum í Berlín

Ferðamannastraumurinn til Berlínar hefur getið af sér mjög fjölbreyttan hótelmarkað. Þar má finna alls kyns keðjuhótel en líka mörg af óvenjulegustu gistihúsum álfunnar. Nýlega opnuðu tveir aðilar sín fyrstu hótel í borginni, Soho House og Scandic. Þar er ólíku saman að jafna.

Scandic Berlin

Bjart er yfir herbergjunum á Scandic við Potsdamer Platz
Í nágrenni við háhýsabyggðina við Potsdamer Platz er að finna sex hundruð herbergja hótelbyggingu Scandic, eina af stærstu hótelkeðjum Norðurlanda.

Húsnæðið er innréttað í frekar látlausum og náttúrulegum stíl, líkt og frændur okkar eru svo hrifnir af. Litasamsetning herbergjanna ræðst til dæmis af því hvort herbergið er vetur, sumar, vor eða haust.

Scandic hótelin eru góð fyrir fjölskyldufólk því á öllum gististöðunum eru leiksvæði og barnabíó og einnig er hægt að fá sérstakan afslátt á unglingaherbergjum. Uppskriftir frá Jamie Oliver eiga svo að tryggja að börnin borði allt sem á diskinn er sett.

Staðsetningin hentar þeim vel sem vilja vera miðsvæðis og í námunda við samgönguæðar borgarinnar.

Herbergin kosta frá 99 evrum.
Heimasíða Scandic í Berlín.

Soho House Berlin

Tignarleg húsakynni hótelsins í Mitte hverfinu
Þar sem áður voru geymd leyniskjöl kommúnistaflokks Austur-Þýskalands geta ferðamenn nú hallað höfði í stíliseruðum hótelherbergjum og um leið sett plötu á fóninn. Því á flestum herbergjunum er úrval af vínýlplötum og spilari.

Það er einkaklúbburinn Soho House sem stendur að baki þessum fjörtíu herbergja gististað í reisulegri byggingu í Mitte hverfinu, ekki svo langt frá Alexanderplatz.

Lesa grein Túrista um Soho House í London

Soho house er ekki harðlokaður félagsskapur því þar geta allir fengið gistingu þó félagsmenn njóti sérkjara. Ódýrustu herbergin kosta 95 evrur.
Heimasíða Soho House Berlín

Smelltu hér til að gera verðsamanburð á hótelum í Berlín

NÝJAR GREINAR: Þriðja nóttin frí á fínni hótelum Manhattan
TILBOÐ: Ódýrt hótel í Kaupmannahöfn

Myndir: Úr myndasafni Scandic og Soho House

Bookmark and Share

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …