Samfélagsmiðlar

Tvö glæný hótel í Berlín

Breskur einkaklúbbur og skandinavísk hótelkeðja hafa blandað sér í slaginn um ferðamenn í þýska höfuðstaðnum.

Smelltu hér til að gera verðsamanburð á hótelum í Berlín

Ferðamannastraumurinn til Berlínar hefur getið af sér mjög fjölbreyttan hótelmarkað. Þar má finna alls kyns keðjuhótel en líka mörg af óvenjulegustu gistihúsum álfunnar. Nýlega opnuðu tveir aðilar sín fyrstu hótel í borginni, Soho House og Scandic. Þar er ólíku saman að jafna.

Scandic Berlin

Bjart er yfir herbergjunum á Scandic við Potsdamer Platz
Í nágrenni við háhýsabyggðina við Potsdamer Platz er að finna sex hundruð herbergja hótelbyggingu Scandic, eina af stærstu hótelkeðjum Norðurlanda.

Húsnæðið er innréttað í frekar látlausum og náttúrulegum stíl, líkt og frændur okkar eru svo hrifnir af. Litasamsetning herbergjanna ræðst til dæmis af því hvort herbergið er vetur, sumar, vor eða haust.

Scandic hótelin eru góð fyrir fjölskyldufólk því á öllum gististöðunum eru leiksvæði og barnabíó og einnig er hægt að fá sérstakan afslátt á unglingaherbergjum. Uppskriftir frá Jamie Oliver eiga svo að tryggja að börnin borði allt sem á diskinn er sett.

Staðsetningin hentar þeim vel sem vilja vera miðsvæðis og í námunda við samgönguæðar borgarinnar.

Herbergin kosta frá 99 evrum.
Heimasíða Scandic í Berlín.

Soho House Berlin

Tignarleg húsakynni hótelsins í Mitte hverfinu
Þar sem áður voru geymd leyniskjöl kommúnistaflokks Austur-Þýskalands geta ferðamenn nú hallað höfði í stíliseruðum hótelherbergjum og um leið sett plötu á fóninn. Því á flestum herbergjunum er úrval af vínýlplötum og spilari.

Það er einkaklúbburinn Soho House sem stendur að baki þessum fjörtíu herbergja gististað í reisulegri byggingu í Mitte hverfinu, ekki svo langt frá Alexanderplatz.

Lesa grein Túrista um Soho House í London

Soho house er ekki harðlokaður félagsskapur því þar geta allir fengið gistingu þó félagsmenn njóti sérkjara. Ódýrustu herbergin kosta 95 evrur.
Heimasíða Soho House Berlín

Smelltu hér til að gera verðsamanburð á hótelum í Berlín

NÝJAR GREINAR: Þriðja nóttin frí á fínni hótelum Manhattan
TILBOÐ: Ódýrt hótel í Kaupmannahöfn

Myndir: Úr myndasafni Scandic og Soho House

Bookmark and Share

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …