Veitingamenn í New York lækka verðið

Í dag hefst sala á ódýrari hádegis- og kvöldmáltíðum á þrjú hundruð veitingastöðum í New York.

Þeir sem verða í stóra eplinu frá 24. janúar og fram til 6. febrúar geta gert vel við sig í mat og drykk. Því á þessu tveggja vikna tímabili bjóða vel valdir veitingastaðir borgarinnar lægri verð en gengur og gerist. Þriggja rétta hádegismáltið mun kosta 24 dollara (2846 kr.) og kvöldmáltíðin 35 dollara (4151 kr.). Drykkir, skattar og þjórfé eru ekki innifalin í verðinu.

Á heimasíðu Nycgo.com er hægt að skoða matseðla veitingahúsanna og þar er líka hægt að panta borð.

TENGDAR GREINAR: Þriðja nóttin frí á fínni hótelum ManhattanHamborgari í heimsborginni
TILBOÐ: Ódýrt hótel í Kaupmannahöfn

Mynd: Wikimedia (Creative commons)

Bookmark and Share