Vill nýjan flugvöll í London

Borgarstjórinn í London vill reisa nýjan flugvöll til að tryggja sess borgarinnar sem alþjóðlegrar fjármálamiðstöðvar.

Sú tíð er liðin að flogið sé til fleirri átta frá Heathrow í London en nokkrum öðrum flugvelli. Charles de Gaulle í París og flugvöllurinn Frankfurt geta til dæmis státað af mun fleiri áfangastöðum. Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, vill því ráðast í byggingu nýrrar flugstöðvar í austurhluta borgarinnar því hann óttast að stór fjármálafyrirtæki flytji skrifstofur sínar frá London verði ekkert að gert.

Samkvæmt frétt Telegraph er útilokað að flugbrautum verði bætt við þá flugvelli sem finna má í nágrenni við borgina.

TILBOÐ: Gistiheimili og íbúðarhótel í London
LESTU LÍKA: Úthugsuð Lundúnarhótel á góðu verðiFlugfélög nú vegin og metin hjá Tripadvisor

Mynd: Visit Britain

Bookmark and Share