Besti flugvöllur í heimi sjötta árið í röð

Flugvellirnir í Asíu eru þeir bestu að mati farþeganna og sá allra besti er í S-Kóreu.

Sjötta árið í röð þykir Incheon flugstöðin í Seoul, Suður-Kóreu, bera af öðrum. Í næstu sætum koma vellirnir í Singapúr, Hong Kong, Peking og Sjanghæ. Þetta er niðurstaða könnunar sem samtök flugstöðva, IAC, stóð fyrir og þrjú hundruð þúsund flugfarþegar tóku þátt í að svara.

Í Evrópu þykir flugstöðin á Möltu skara fram úr og vestanhafs er það sú í Indianapolis.

Af þeim flugvöllum sem flogið er beint til frá Íslandi þá fengu Kastrup í Kaupmannahöfn og Halifax flugvöllur bestu umsögnina. Báðir enduðu í fjórða sæti í sinni heimsálfu.

TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í London
TENGDAR GREINAR: Flottustu flugstöðvarnar

Mynd: d’n’c / Flickr.com (Creative commons)

Bookmark and Share