Flugvöllur nefndur eftir höfundi Bond

Þeir sem fljúga til Ocho Rios á Jamaica lenda á nýjum flugvelli sem kenndur er við Ian Fleming.

Í húsi sínu, sem hann kallaði GoldenEye, skrifaði Ian Fleming bækurnar fjórtán um njósnarann James Bond. Eins og gefur að skilja þykir eyjarskeggjum mikið til þess koma og nú, þegar nærri hálf öld er liðinn frá dauða rithöfundarins, hefur flugvöllurinn í nágrenni við GoldenEye verið nefndur í höfuðið á honum.

Með þessum virðingarvotti Jamaicabúa bætist Ian Fleming í fámennan hóp látinna listamanna, eins og Louis Armstrong og John Lennon, sem fengið hafa flugvelli nefnda í höfuðið á sér.

TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í London, Kaupmannahöfn og Berlín fyrir lesendur Túrista.

Mynd: Wikicommons