Gefa grænt ljós á Rauða hafið

Ferðamenn eru aftur farnir að streyma til Egyptalands.

Mubarak er farinn og mótmælendurnir horfnir af Friðartorginu í Kaíró. Utanríkisráðuneytin í Bretlandi og Danmörku telja því óhætt að leyfa fólki að ferðast til egypskra sólarstranda eins og Sharm el-Sheikh við Rauða hafið. Sama gildir um ferðamannastaði eins og Luxor en Kaíró er ennþá talið varhugavert svæði.

Eins og gefur að skilja varð ferðamannaþjónustan í Egyptalandi af gífurlegum tekjum í þær vikur sem byltingin stóð yfir.

TILBOÐ: 10% afsláttur á hótelíbúðum í Berlín
NÝJAR GREINAR: Útpæld hótel á góðu verði