Samfélagsmiðlar

Gistiheimilin með ánægðustu gestina

Líkt og undanfarin ár þykja gistihúsin í Lissabon skara fram úr. Hér eru þau þrjú bestu í heimi og einnig þau sem best í borgunum sem við Íslendingar sækjum oft heim.

Góð gistiheimili eru í flestum tilfellum betri kostur fyrir túrista en úr sér gengin hótel í ódýrari kantinum. Þjónustan er alla jafna persónuleg, staðsetningin góð og heimilislegur blær yfir aðstöðunni en þó verða allir að vera tilbúnir til að deila baðherbergi með hinum.

Á heimasíðunni Hostelworld er hægt að bóka ódýra gistingu í flestum löndum og um leið lesa dóma og einkunnir frá fólki sem hefur dvalið hefur á viðkomandi stöðum. Árlega verðlauna aðstandendur síðunnar bestu gistiheimilin og í ár, líkt og í fyrra, eru þau þrjú bestu í höfuðstað Portúgals. Listinn er byggður á meira en einni milljón umsagna ferðamanna.

Þessi þrjú þykja þau bestu í heiminum og þau eru öll í Lissabon:

  1. Traveller´s House. Þriðja árið í röð er Traveller´s House í Baixa hverfinu, hjarta borgarinnar, valið það besta í heimi. Ódýrustu herbergin eru á 25 evrur en svefnplássin frá 15 evrum með morgunmat.

  2. Lisbon Lounge house. Er líka í Baixa hverfinu, sem er þó ekki skemmtilegasti hluti borgarinnar en ákaflega hentugur fyrir á sem eru í Lissabon í fyrsta skipti. Beddinn kostar 18 evrur en tveggja manna herbergi fimmtíu. Morgunmaturinn fylgir.

  3. Living Lounge. Smekklegt gistiheimili rétt við Baixa-Chiado metróstöðina og í stuttu göngufæri frá hinu líflega Biarro Alto hverfi. 

Hér eru svo þeir gististaðir sem fá mesta lofið í nokkrum af þeim borgum sem við getum flogið beint til frá Keflavík:

Amsterdam: Flying Pig Downtown –  Það er víst alltaf glatt á hjalla á þessu vinsæla gistihúsi við aðallestarstöðin í Amsterdam þar sem gistingin kostar a.m.k. 15 evrur.

Barcelona: Sant Jordi Arago – Þar deila gestirnir herbergjum og kostar beddinn um 27 evrur á sumrin.

Berlín: Raise a Smile Hostel –  Gisthús í Friedrichshain sem rekið er af mannúðarsamtökum frá Zambíu. Ódýrustu tveggja manna herbergin á rúmar fimmtíu evrur en rúm í stærri herbergjunum kostar frá 9 evrum.

Kaupmannahöfn: Zleep in heaven – Aðeins þeir sem eru á aldrinum 16 til 35 ára mega gista á þessu vinsæla gistihúsi á Norðurbrú.

London: YHA London Central – Sjá grein Túrista um þetta farfuglaheimili í nágrenni við Oxford stræti.

Stokkhólmur: City Backpackers – Frítt pasta og sauna á hverju kvöldi.

TENGDAR GREINAR: Bestu hótelinGist ódýrt en með stæl í New York
NÝJAR GREINAR: Ódýrustu borgarferðirnar um páskana
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á hótelíbúðum í Berlín

Mynd: Traveller´s House

Bookmark and Share

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …