Samfélagsmiðlar

Gistiheimilin með ánægðustu gestina

Líkt og undanfarin ár þykja gistihúsin í Lissabon skara fram úr. Hér eru þau þrjú bestu í heimi og einnig þau sem best í borgunum sem við Íslendingar sækjum oft heim.

Góð gistiheimili eru í flestum tilfellum betri kostur fyrir túrista en úr sér gengin hótel í ódýrari kantinum. Þjónustan er alla jafna persónuleg, staðsetningin góð og heimilislegur blær yfir aðstöðunni en þó verða allir að vera tilbúnir til að deila baðherbergi með hinum.

Á heimasíðunni Hostelworld er hægt að bóka ódýra gistingu í flestum löndum og um leið lesa dóma og einkunnir frá fólki sem hefur dvalið hefur á viðkomandi stöðum. Árlega verðlauna aðstandendur síðunnar bestu gistiheimilin og í ár, líkt og í fyrra, eru þau þrjú bestu í höfuðstað Portúgals. Listinn er byggður á meira en einni milljón umsagna ferðamanna.

Þessi þrjú þykja þau bestu í heiminum og þau eru öll í Lissabon:

  1. Traveller´s House. Þriðja árið í röð er Traveller´s House í Baixa hverfinu, hjarta borgarinnar, valið það besta í heimi. Ódýrustu herbergin eru á 25 evrur en svefnplássin frá 15 evrum með morgunmat.

  2. Lisbon Lounge house. Er líka í Baixa hverfinu, sem er þó ekki skemmtilegasti hluti borgarinnar en ákaflega hentugur fyrir á sem eru í Lissabon í fyrsta skipti. Beddinn kostar 18 evrur en tveggja manna herbergi fimmtíu. Morgunmaturinn fylgir.

  3. Living Lounge. Smekklegt gistiheimili rétt við Baixa-Chiado metróstöðina og í stuttu göngufæri frá hinu líflega Biarro Alto hverfi. 

Hér eru svo þeir gististaðir sem fá mesta lofið í nokkrum af þeim borgum sem við getum flogið beint til frá Keflavík:

Amsterdam: Flying Pig Downtown –  Það er víst alltaf glatt á hjalla á þessu vinsæla gistihúsi við aðallestarstöðin í Amsterdam þar sem gistingin kostar a.m.k. 15 evrur.

Barcelona: Sant Jordi Arago – Þar deila gestirnir herbergjum og kostar beddinn um 27 evrur á sumrin.

Berlín: Raise a Smile Hostel –  Gisthús í Friedrichshain sem rekið er af mannúðarsamtökum frá Zambíu. Ódýrustu tveggja manna herbergin á rúmar fimmtíu evrur en rúm í stærri herbergjunum kostar frá 9 evrum.

Kaupmannahöfn: Zleep in heaven – Aðeins þeir sem eru á aldrinum 16 til 35 ára mega gista á þessu vinsæla gistihúsi á Norðurbrú.

London: YHA London Central – Sjá grein Túrista um þetta farfuglaheimili í nágrenni við Oxford stræti.

Stokkhólmur: City Backpackers – Frítt pasta og sauna á hverju kvöldi.

TENGDAR GREINAR: Bestu hótelinGist ódýrt en með stæl í New York
NÝJAR GREINAR: Ódýrustu borgarferðirnar um páskana
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á hótelíbúðum í Berlín

Mynd: Traveller´s House

Bookmark and Share

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Öll þau nándarhöft sem lögð voru á íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 verða afnumin þegar ólympíuleikarnir í París hefjast í sumar. Í Tókýó var farið fram á það við afreksfólkið sem tók þátt í leikunum að það forðaðist alla óþarfa nánd og snertingu til að koma í veg fyrir Covid-smit.  Ólympíuleikarnir og Ólympíumót …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …