Samfélagsmiðlar

Gistiheimilin með ánægðustu gestina

Líkt og undanfarin ár þykja gistihúsin í Lissabon skara fram úr. Hér eru þau þrjú bestu í heimi og einnig þau sem best í borgunum sem við Íslendingar sækjum oft heim.

Góð gistiheimili eru í flestum tilfellum betri kostur fyrir túrista en úr sér gengin hótel í ódýrari kantinum. Þjónustan er alla jafna persónuleg, staðsetningin góð og heimilislegur blær yfir aðstöðunni en þó verða allir að vera tilbúnir til að deila baðherbergi með hinum.

Á heimasíðunni Hostelworld er hægt að bóka ódýra gistingu í flestum löndum og um leið lesa dóma og einkunnir frá fólki sem hefur dvalið hefur á viðkomandi stöðum. Árlega verðlauna aðstandendur síðunnar bestu gistiheimilin og í ár, líkt og í fyrra, eru þau þrjú bestu í höfuðstað Portúgals. Listinn er byggður á meira en einni milljón umsagna ferðamanna.

Þessi þrjú þykja þau bestu í heiminum og þau eru öll í Lissabon:

  1. Traveller´s House. Þriðja árið í röð er Traveller´s House í Baixa hverfinu, hjarta borgarinnar, valið það besta í heimi. Ódýrustu herbergin eru á 25 evrur en svefnplássin frá 15 evrum með morgunmat.

  2. Lisbon Lounge house. Er líka í Baixa hverfinu, sem er þó ekki skemmtilegasti hluti borgarinnar en ákaflega hentugur fyrir á sem eru í Lissabon í fyrsta skipti. Beddinn kostar 18 evrur en tveggja manna herbergi fimmtíu. Morgunmaturinn fylgir.

  3. Living Lounge. Smekklegt gistiheimili rétt við Baixa-Chiado metróstöðina og í stuttu göngufæri frá hinu líflega Biarro Alto hverfi. 

Hér eru svo þeir gististaðir sem fá mesta lofið í nokkrum af þeim borgum sem við getum flogið beint til frá Keflavík:

Amsterdam: Flying Pig Downtown –  Það er víst alltaf glatt á hjalla á þessu vinsæla gistihúsi við aðallestarstöðin í Amsterdam þar sem gistingin kostar a.m.k. 15 evrur.

Barcelona: Sant Jordi Arago – Þar deila gestirnir herbergjum og kostar beddinn um 27 evrur á sumrin.

Berlín: Raise a Smile Hostel –  Gisthús í Friedrichshain sem rekið er af mannúðarsamtökum frá Zambíu. Ódýrustu tveggja manna herbergin á rúmar fimmtíu evrur en rúm í stærri herbergjunum kostar frá 9 evrum.

Kaupmannahöfn: Zleep in heaven – Aðeins þeir sem eru á aldrinum 16 til 35 ára mega gista á þessu vinsæla gistihúsi á Norðurbrú.

London: YHA London Central – Sjá grein Túrista um þetta farfuglaheimili í nágrenni við Oxford stræti.

Stokkhólmur: City Backpackers – Frítt pasta og sauna á hverju kvöldi.

TENGDAR GREINAR: Bestu hótelinGist ódýrt en með stæl í New York
NÝJAR GREINAR: Ódýrustu borgarferðirnar um páskana
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á hótelíbúðum í Berlín

Mynd: Traveller´s House

Bookmark and Share

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …