Í fyrra voru gistinætur Íslendinga í Kaupmannahöfn tæplega tuttugu og sjö þúsund. Það er töluvert meira en í hittifyrra en miklu minna en árið 2007.
Á árunum 2005 til 2008 náði ferðagleði landans hámarki. Þá gistu Íslendingar alla jafna á tveimur af hverjum hundrað hótelherbergjum Kaupmannahafnar og gistinæturnar urðu 84 þúsund metárið 2007. Núna er vægi íslenskra ferðamanna í borginni miklu minna því í fyrra voru gistinæturnar um 27 þúsund. Það er þó fjórðungi meira en í hittifyrra, samkvæmt tölum frá Dönsku tölfræðistofnunni.
TILBOÐ: 10% afsláttur á ódýru hóteli í Kaupmannahöfn – 10% afsláttur á hótelíbúðum í Berlín
NÝJAR GREINAR: Gistiheimilin með ánægðustu gestina – Times Square og Central Park verða reyklaus svæði