Þó verðskrár hótelanna í höfuðborg Rússlands hafi lækkað frá því í fyrra er hvergi dýrara að gista en þar.
Gistinótt í Moskvu kostar að meðaltali rúmar fjörtíu og sjö þúsund íslenskar krónur. Hvergi annars staðar þurfa ferðamenn að borga jafn mikið fyrir hótelherbergi. Þetta er niðurstaða könnunar fyrirtækisins Hogg Robinson Group á þróun verðlags á gististöðum í fimmtíu borgum á fyrri helmingi síðasta árs.
Hóteleigendur í Moskvu eru ekki þeir einu sem hafa þurft að sætta sig við lækkandi prísa því það var aðeins í 12 borgum af þessum fimmtíu sem verðið hækkaði á milli síðustu tveggja ára. Þar á meðal í Hong Kong um þrettán af hundraði og um fimm prósent í Zurich og Stokkhólmi.
Þetta eru tíu dýrustu borgirnir að gista í:
Borg |
Meðalverð á gistinótt* | |
1. | Moskva | 47.259 kr. |
2. | Genf | 41.329 kr. |
3. |
Zurich | 38.959 kr. |
4. | Stokkhólmur | 37.582 kr. |
5. | París | 36.342 kr. |
6. | Hong Kong |
34.951 kr. |
7. |
New York |
34.520 kr. |
8. |
Washington | 34.288 kr. |
9. |
Osló | 33.484 kr. |
10. |
Abu Dhabi |
32.949 kr. |
*Umreiknað í íslenskar krónur.
TENGDAR GREINAR: Útpæld hótel á góðu verði í Amsterdam, Barcelona, Berlín, Glasgow og Madrid
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á gistingu í Kaupmannahöfn, London og Berlín
Mynd: Archer10 – Flickr.com (Creative Commons)