Gistingin dýrust í Moskvu

Þó verðskrár hótelanna í höfuðborg Rússlands hafi lækkað frá því í fyrra er hvergi dýrara að gista en þar.

Gistinótt í Moskvu kostar að meðaltali rúmar fjörtíu og sjö þúsund íslenskar krónur. Hvergi annars staðar þurfa ferðamenn að borga jafn mikið fyrir hótelherbergi. Þetta er niðurstaða könnunar fyrirtækisins Hogg Robinson Group á þróun verðlags á gististöðum í fimmtíu borgum á fyrri helmingi síðasta árs.

Hóteleigendur í Moskvu eru ekki þeir einu sem hafa þurft að sætta sig við lækkandi prísa því það var aðeins í 12 borgum af þessum fimmtíu sem verðið hækkaði á milli síðustu tveggja ára. Þar á meðal í Hong Kong um þrettán af hundraði og um fimm prósent í Zurich og Stokkhólmi.

Þetta eru tíu dýrustu borgirnir að gista í:

  Borg
 Meðalverð á gistinótt*
1.  Moskva  47.259 kr.
2.  Genf  41.329 kr.
3.
 Zurich  38.959 kr.
4.  Stokkhólmur  37.582 kr.
5.  París  36.342 kr.
6.  Hong Kong
 34.951 kr.
7.
 New York
 34.520 kr.
8.
 Washington  34.288 kr.
9.
 Osló  33.484 kr.
10.
 Abu Dhabi
 32.949 kr.

*Umreiknað í íslenskar krónur.

TENGDAR GREINAR: Útpæld hótel á góðu verði í Amsterdam, Barcelona, Berlín, Glasgow og Madrid
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á gistingu í Kaupmannahöfn, London og Berlín

Mynd: Archer10 – Flickr.com (Creative Commons)

Bookmark and Share