Útpæld hótel á góðu verði

Það þarf ekki að spenna bogann til að geta búið á fínu og vel staðsettu hóteli í evrópskri stórborg. Túristi vísar veginn á góð og ódýr hótel í Amsterdam, Barcelona, Berlín, Glasgow, Madríd og París.

Hotel Praktik í BarcelonaNútímalegt og stílhreint hótel í göngufæri við Römbluna. Mósaíkflísar setja sterkan svip á herbergin sem eru búin einföldum innréttingum, þægilegu rúmi og fínu baðherbergi. Nettengingin er frí og í lobbýinu er hægt að fá lánaða Lomo myndavél.

Á veröndinni er svo tilvalið að hlaða batteríin í lok dags áður en veitingahúsum Barcelona eru gerð skil.

Herbergin kosta frá 50 evrum (tæpar 8000 íslenskar krónur). Annað Praktik hótel er að finna á Römblunni sjálfri og þar kostar gistingin a.m.k. 80 evrur. Sjá nánar á praktikhotels.com

Gerðu verðsamanburð á hótelum í Barcelona

FRAMHALD: Hótel á góðu verði í Amsterdam og Glasgow