Útpæld hótel á góðu verði


Citizen M í Amsterdam og Glasgow

Starfsfólkinu er ekki fyrir að fara í lobbýinu á Ctizen M hótelunum. Gestirnir sjá því sjálfir um að tékka sig inn og á veitingastaðnum er sjálfsafgreiðsla.

Herbergin eru líka, blessunarlega, laus við starfsfólk sem þó hefur laumast inn á undan gestunum til að búa um stóru rúmin með fínu sængurfötunum sem margir hafa lofað hér og þar á netinu.

Hönnun og staðsetning sturtuklefans er hins vegar þannig að mælst er til að aðeins pör og mjög nánir vinir deili herbergjum.

Það kostar frá 69 evrum (um 11 þúsund íslenskar) að gista á Citizen M. Sjá nánar á citizenm.com

Gerðu verðsamanburð á hótel í Amsterdam og Glasgow

FRAMHALD: Hótel á góðu verði í Berlín og París