Útpæld hótel á góðu verði


Gatrooms í Berlín og París

Auðvitað er sjarmerandi að búa á fallegu og gömlu hóteli í höfuðborg Frakka. Gallinn er hins vegar sá að mörg af þessum gömlu í ódýrari kantinum eru orðin ansi lúin og nokkuð víst að myndirnar á heimasíðunni segja ekki alla söguna. Gatrooms Folies er hins vegar nýtt, látlaust og ljómandi vel staðsett og því fínn kostur fyrir þá sem vilja vera nokkuð vissir um hvað þeir bóka.

Á útibúi Gatrooms við Check Point Charlie í Berlín er sami stíll og í París en örlítið ódýrara. Fyrirtækið rekur einnig tvö gistiheimili í Barcelona.

Ódýrustu herbergin í París kosta 90 evrur (um 14 þúsund krónur) en 75 í Berlín. Sjá nánar á Gatrooms.com.

Smelltu til verðsamanburð á hótelum í París og Berín

FRAMHALD: Hótel á góðu verði í Madrid