Útpæld hótel á góðu verði


Room Mate í Madrid

Mario, Laura, Alicia og Oscar eru nöfnin á hótelum Room Mate keðjunnar í Madrid. Litaperur og grafík skapa poppaða stemmningu á sumum þeirra á meðan hlýleikinn svífur yfir vötnum á Alicia.

Það er því vissara að renna í gegnum myndasýninguna á heimasíðunni áður en herbergið er bókað. Staðsetningin er í öllum tilvikum góð og verðið líka.

Room Mate hótelin er líka að finna í Barcelona og New York og á nokkrum stöðum í suðurhluta Ameríku.

Næturnar kosta frá 75 evrum (um 12 þúsund krónur). Nánar á heimasíðu Room mate.

Smelltu hér til að gera verðsamanburð á hótelum í Madríd

TILBOÐ: 10% afsláttur af hótelgistingu í Kaupmannahöfn
NÝJAR GREINAR: Ódýrustu borgarferðirnar um páskana

Myndir: Frá hótelunum sjálfum.

Bookmark and Share