Slottin í Wales vinsælust í Bretlandi

Kastalinn í Cardiff og álíka mannvirki í Wales eru mest lokkandi í augum ferðamanna á Bretlandseyjum.

Þegar brúðkaupi þeirra Vilhjálms prins og Kate Middleton er yfirstaðið í vor munu þau halda í brúðkaupsferð til Wales. Þau eru ekki ein um að vilja verja nokkrum góðum dögum í þessum hluta Bretlands því samkvæmt könnun ferðamálaráðs þar í landi eru kastalarnir og slottin í Wales meira spennandi í augum túristanna en til að mynda Buckingham höll og enskir fótboltavellir.

Áhugi fólks á hinum ýmsu ferðamannastöðum í landinu er reyndar mismunandi eftir aldurshópum. Æskuslóðir Bítlanna í Liverpool heilla til að mynda marga á miðjum aldri á meðan yngsta kynslóðin kýs staði tengda Harry Potter.

TILBOÐ: Íbúðarhótel og gistihús í London
NÝJAR GREINAR: Gistinóttum Íslendinga í Kaupmannahöfn fjölgar um fjórðung
Mynd: Wikicommons