Times Square og Central Park verða reyklaus svæði

Þeir sem kveikja sér í sígarettu í almenningsgörðum, torgum eða baðströndum New York borgar verða sektaðir um fimmtíu dollara.

Fyrir níu árum voru reykingar bannaðar á veitingastöðum í New York og frá og með vorinu gildir bannið líka á útivistarsvæðum og torgum eins og Times Square. Tilgangurinn er að vernda borgarana fyrir óbeinum reykingum og útrýma sígarettustubbum í borginni samkvæmt frétt Guardian. Michael Bloomberg, borgarstjóri, segir þessar nýju reglur vera rökrétt framhald af reykingabanninu sem sett var árið 2002 enda hafi reykingarfólki í borginni fækkað um 350.000 síðan þá og meðallíftími íbúanna lengst. 

Gagnrýnendur þessarar lagabreytingar vilja meina að með þessu sé New York að verða einskonar alræðisríki. Benda þeir á að nýlega ákvað borgarráð að krefjast þess af veitingamönnum að þeir fækkuðu mettuðum fitusýrum, skylduðu matvælaframleiðendur til að draga úr saltnotkun og að fjöldi hitaeininga skuli koma skýrt fram á matseðlum skyndibitastaða.

Ferðamenn í New York skulu því hugsa sig tvisvar um áður en draga upp sígaretturnar því sektin fyrir að gera slíkt á bannsvæði er tæpar sex þúsund íslenskar krónur.

TILBOÐ FYRIR TÚRISTA: 10% afsláttur af gistingu í Kaupmannahöfn og Berlín
NÝJAR GREINAR:
Ódýrustu borgarferðirnar um páskana
TENGDAR GREINAR: Þriðja nóttin frí á fínni hótelum Manhattan

 

Mynd: © NYC & Company