Lægra verð í tilefni af opnun hæsta hótels í heimi

Það þarf að taka lyftuna uppá hæð númer 102 til að tékka sig inn á heimsins hæsta hótel.

Á þriðjudaginn opnar Ritz Carlton hótelkeðjan hæsta hótel heims. Þessi fimm stjörnu gististaður er til húsa á sextán efstu hæðunum í nærri fimm hundruð metra háum skýjakljúfi við Viktoríuhöfn í Hong Kong.

Eins og gefur að skilja er verðlagið á svona hótelum ekki á færi flestra og jafnvel þó í boði sé sérstakur prís í tilefni af opnuninni. En tilboðið hljóðar uppá gistingu í eina nótt, amerískan morgunmat og nettengingu fyrir, sem samsvarar, rúmum 57 þúsund íslenskar. Borga þarf aukalega fyrir aðgang að sundlauginni sem er á efstu hæð.

NÝJAR GREINAR: Hótel heimamanna í Toronto
TILBOÐ: Nóttin á Hótel Fox í Kaupmannahöfn frá 795DKK

Mynd: Ritz Carlton