Samfélagsmiðlar

Borðað hjá efnilegustu kokkunum

Þessir tíu matreiðslumenn eru stjörnur morgundagsins í evrópska veitingahúsageiranum samkvæmt einum helsta matarrýni álfunnar.

Christan Puglisi setur upp mynd á Relæ veitingastaðnum á Norðurbrú í Köben
Matur hefur verið ein aðal ástríða matargagnrýnandans Bruce Palling síðan hann smakkaði fyrst svarta ólífur fyrir fjörtíu og fimm árum síðan. Í dag skrifar hann vikulega pistla um þetta áhugamál sitt í Wall Street Journal og þar birti hann nýverið lista yfir þá evrópsku kokka sem hann telur þá efnilegustu. Blessunarlega er verðlagið hjá þeim flestum, ennþá að minnsta kosti, á færi hefðbundinna íslenskra túrista.

BRETLAND

Bratt Graham, The Ledbury í London

Yfirkokkarnir á Noma og El Bulli eru meðal þeirra sem snætt hafa frægasta rétt Bratt Graham á The Ledbury. Hann samanstendur af grilluðum makríl, reyktum áli, Celtic sinnepi og shiso. Graham fékk nýlega Michelin stjörnu númer tvö. Þriggja rétta matseðill kostar 70 pund (um 13þúsund íslenskar) en tveir réttir í hádeginu er á 22 pund.

www.theledbury.com

Stevie Parle, The Dock Kitchen í London

Stevie er aðeins tuttugu og fimm ára gamall en rekur engu að síður sinn eigin veitingstað í gamalli vöruskemmu í vesturhluta London. Maturinn er einfaldur en fágaður.

www.dockkitchen.co.uk

Tim Siadatan, Trullo í London

Hér gerir þú bestu kaupin í ítölskum mat í London segir Bruce Palling. Tim Siadatan var atvinnulaus unglingur þegar sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver tók hann undir sína arma og kenndi honum fagið. Ódýrustu aðalréttirnir á Trullo kosta 16 pund (tæpar 3000 íslenskar).

www.trullorestaurant.com

DANMÖRK

Christian Puglisi, Relæ í Kaupmannahöfn

Fyrrum aðstoðarkokkur á tveimur af þekktustu veitingastöðum í heimi, El Bulli og Noma. Í ágúst í fyrra opnaði Christian sinn fyrsta stað á Jægerborgsgade á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Staðurinn nefnist Relæ og Bruce Palling mælir sérstaklega með makrílnum sem borinn er fram með blómkáli. Matseðill dagsins kostar 325 danskar (um 6500 íslenskar).

www.restaurant-relae.dk

FRAKKLAND

Alexandre Gauthier, La Grenouillère í Montreuil Pas-de-Calais (nálægt París)

Það tók þennan þrítuga Frakka aðeins tvö ár að endurheimta Michelin stjörnuna sem þessi veitingastaður fjölskyldunnar hafði áður haft. Núna flykkist fólkið á La Grenouillère, í útjaðri Parísar, til að láta koma sér á óvart enda Alexandre þekktur fyrir frumlegheit í eldhúsinu.

www.lagrenouillere.fr

Mathieu Rostaing Tayard, Le 126 í Lyon

Það eru aðeins tveir starfsmenn á staðnum og fjögra rétta matseðill dagsins kostar 35 evrur (um 5600 íslenskar krónur). Palling var sérstaklega ánægður með gnocchi með kryddjurtum, hvítlauk og kóngssveppi og svo tête de veau með selerístöppu.

126 Rue Sése, Lyon

Greg Marchand, Frenchie í París

Það er tveggja mánaða biðlisti eftir sæti í þessari skonsu í 2. hverfi Parísar. Eldhúsið er á stærð við fataskáp en það truflar ekki Greg Marchand sem töfrar þar fram ævintýralega rétti sem eiga engan sinn líka.

www.frenchie-restaurant.com

ÍTALÍA

Pier Giorgio Parini, Povero Diavolo (nælegt Rimini)

„Konungur kryddjurtanna“ er þekktur fyrir að skipta út matseðlinum sínum á hverjum degi og notast nær eingöngu við hráefni úr nágrenni staðarins.

www.ristorantepoverodiavolo.com

SPÁNN

Iñigo Pena, Narru í San Sebastian

Spænskir matreiðslumenn eru í miklum metum hjá Palling og hann telur Iñigo Pena vera þann efnilegast í landinu. Kjúklingavængir eldaðir í eggjarauðu með kartöflum heilluðu gagnrýnandann en það eru fiskréttirnir sem hafa komið staðnum á kortið.

www.narru.se

SVÍÞJÓÐ

Magnus Nilsson, Fäviken

Kannski er þetta óvenjulegasti veitingastaður álfunnar. Hann stendur á miðri 8500 hektara landareign í norðurhluta Svíþjóðar og kokkurinn styðst næstum því einungis við hráefni úr sveitinni í kring. Reykt silungahrogn í heitri skorpu sem búin er til úr svínablóði er einn af aðalréttunum ásamt skógarhænsni og villijurtum.

www.faviken.com

Hér má lesa Gastroenophile, matarblogg Bruce Palling.

TENGDAR GREINAR: Smáréttasvall að hætti BaskaBarcelona bragðast betur
TILBOÐ: Ódýrt íbúðarhótel í Berlín, 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Myndir: Frá veitingastöðunum (mynd af Christian Puglisi, P-A Jörgensen)

 

Bookmark and Share

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …