Dýrara að borða úti í Sameinuðu arabísku

Það kostar nærri því helmingi meira að fara á veitingastað í furstadæmunum á Arabíuskaga en í stærstu borgunum í Evrópu og Bandaríkjunum.

Þó virðisaukaskatturinn sé enginn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og launakostnaðurinn lágur kostar um helmingi meira að fara út að borða þar en í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta er niðurstaða rannsóknar alþjóðlegra samtaka veitingamanna. Haft er forsvarsmanni þeirra í hinu danska Berlingske að niðurstaðan komi á óvart í ljós þess opinber gjöld eru mun lægri í furstadæmunum.

Margir heimsfrægir kokkar hafa opnað veitingastaði í furstadæmunum síðustu ár. Til dæmis Jamie Oliver sem opnaði í síðasta mánuði Jamie´s Italian í Dubai.

TILBOÐ: 2 nætur, morgunmatur og sushi í Köben

Mynd: Wikicommons