Fótboltastjörnur eiga að lokka fleiri túrista til Spánar

Leikmenn Real Madrid verða aðalnúmerið í auglýsingaherferðum ferðamálaráðs Spánar næstu árin.

Spánn er eitt vinsælasta ferðamannaland í heimi og nú ætla stórstjörnur Real Madrid að hjálpa til við að fá enn fleiri til að sækja landið heim.

Myndir af köppunum munu því prýða auglýsingar ferðamálaráðs Spánar og Madrídar næstu þrjú ár samkvæmt frétt á heimasíðu fótboltaliðsins. Þar er haft eftir forseta þess, Florentio Perez, að það sé mikill heiður fyrir félagið að fá að leggja ferðaþjónustu landsins lið.

TILBOÐ: 10% afsláttur á hótelíbúðum í Berlín
TENGDAR GREINAR: Útpæld hótel á góðu verði í Madrid, Glasgow, Barcelona, Berlín og París
NÝJAR GREINAR: Stórtónleikastaður Dana

Mynd: Wikicommons/JuanJean