Harry Potter hótel í London

Töfrandi gististaður hugsanlega í burðarliðnum í útjaðri Lundúna.

Leavesden kvikmyndaverið, þar sem bíómyndirnar vinsælu um Harry Potter voru teknar upp, verður opnað almenningi í vor. Þar munu aðdáendur galdradrengsins fá tækifæri til að fara inn í leikmyndina og skoða leikmuni sem notaðir voru í öllum myndunum sjö.

Warner Bros kvikmyndafyrirtækið ætlar að leggja 160 milljónir dollara í breyta stúdíóinu í einskonar safn og samkvæmt frétt USA Today er talið að hótel, innréttað í anda myndanna, muni rísa í nágrenninu við Leavesden. Talsmenn fyrirtækisins hafa þó ekki viljað staðfesta þær sögusagnir né neita.

TILBOÐ: London: Gistiheimili og hótelíbúðir. 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista
NÝJAR GREINAR: Hótel heimamanna í Toronto

Mynd: Flickr.com / n8kowald