Horft til hafs í New York

Strandlengja New York borgar verður eitt helsta aðdráttarafl hennar eftir tíu ár ef áætlanir yfirvalda ganga eftir.

Hafnarsvæðin í New York eru í dag ekki hátt skrifuð hjá ferðamönnum og þeir eru fáir sem þangað fara til að stunda sjóböð. Á því kann hins vegar að verða breyting á. Bloomberg borgarstjóri vill nefnilega fjárfesta sem jafngildir áttatíu milljörðum króna í kaup á strandlóðum, hreinsun sjávar, uppbyggingu á baðströndum og gerð grænna svæða við sjávarsíðuna.

Markmiðið er að New York verði ekki síður þekkt fyrir höfnina en háhýsin þegar verkefninu líkur árið 2020 samkvæmt frétt Eb.dk.

TENGDAR GREINAR: Reykingar bannaðar á Times Square og Central Park
TILBOÐ: 10% afsláttar á íbúðarhótel í Berlín

Mynd: Wikicommons