Hóta verkfalli um páskana

Spænskir flugvallarstarfsmenn eru ekki ánægðir með einkavæðingaráform stjórnvalda og ætla að leggja niður vinnu um páskana.

Efnahagur Spánar er ekki í góðu horfi þessi misserin. Ein af þeim leiðum sem spænska ríkisstjórnin hyggst fara, til að ráða bót á vandanum, er að selja fyrirtækið sem á og rekur flesta flugvelli landins. Starfsmenn þess óttast um stöðu sína málsins vegna og íhuga fjögra daga verkfall frá og með föstudeginum langa, 22. apríl. 

Verkfall spænskra flugumferðarstjóra í desember lamaði allar flugsamgöngur í landinu. Um fjögur hundruð þúsund farþegar urðu þá strandaglópar á spænskum flugvöllum samkvæmt frétt Daily Mail. Hætt er við að ástandið yrði enn verra nú um páskana ef af verkfallinu verður enda nýta margir þessa löngu helgi til ferðalaga.

TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í London dagana í kringum brúðkaup Vilhjálms prins.
NÝJAR GREINAR:
Útpæld hótel á góðu verðiHvernig verður veðrið í fríinu?

Mynd: Wikicommons