Hótel heimamanna í Toronto

Íbúar Toronto eru fastakúnnar á þessum tveimur hótelum en eru þó ekki í hópi næturgesta.

The Drake Hotel og The Gladstone Hotel í Toronto eru skemmti- og gistihús þar sem ferðafólk og heimamenn blanda geði. Þeir sem leggja uppúr því að komast í smá tengsl við innfædda á ferðalögum eru því vel settir á báðum þessum kanadísku hótelum.

Gladstone Hotel

 

Þetta er aldargamalt hótel sem gekk í endurnýjun lífdaga fyrir fimmtán árum síðan. Þá fengu nokkrir af fremstu hönnuðum borgarinnar frjálsar hendur við að innrétta herbergin upp á nýtt. Allar götur síðan hafa myndir af hótelinu prýtt síður fjölda tímarita og dagblaða um allan heim.

Á heimasíðu hótelsins er að finna myndir af öllum þrjátíu og sjö herbergjunum þannig að gestirnir vita á hverju er von þegar þeir opna herbergishurðina í fyrsta skipti.

Unnendur karókí í Toronto fjölmenna, samkvæmt ferðabók Frommers, á hótelbarinn á kvöldin og í galleríi hússins er oftast eitthvað að sjá.

Ódýrasta gistingin er á 169 kanadíska dollara (um 19þús íslenskar).

www.gladstonehotel.com

The Drake Hotel

 

Það er eiginlega allt annað en herbergin nítján sem laða túrista og Torontobúa að þessari fjörugu byggingu í West Queen West hverfinu.

Tónleikarnir í kjallaranum, kokteilarnir á þakinu og jógað, kaffið og steikurnar á hæðunum þar á milli eru ástæðan fyrir því að fólkið streymir að og lætur sér í léttu rúmi liggja þó herbergin séu frekar lítil og fá.

Herbergin kosta frá 189 kanadískum dollurum (um 22 þúsund íslenskar).

www.thedrakehotel.ca

TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista og Berlín: Hótelíbúðir í Mitte hverfinu- 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista
NÝJAR GREINAR: Þýskaland vinsælla en Frakkland í fyrsta skipti

Myndir: Frá hótelunum.

Bookmark and Share