Samfélagsmiðlar

Rukka sextán þúsund fyrir aukatösku

Bookmark and Share

Það borgar sig að pakka öllum farangrinum ofan í eina tösku áður en haldið er í vesturátt með Delta flugfélaginu. Farþegarnir eru nefnilega krafðir um 50 evrur fyrir hverja aukatösku sem þeir taka með hvora leið.

Þann annan júní lendir fyrsta vél Delta flugfélagsins í Keflavík. Þá verða félögin þrjú sem halda uppi áætlunarflugi milli Íslands og New York. Reglur fyrirtækjanna varðandi farangur eru nokkuð mismunandi. Það kostar til að mynda rúmar sextán þúsund íslenskar að taka með sér eina aukatösku, fram og tilbaka, ef flogið er með Delta. Því samkvæmt reglum fyrirtækisins þá mega farþegar tékka inn eina tösku sér að kostnaðarlausu en borga 50 evrur (ca. 8100 krónur) fyrir hverja aukatösku hvora leið. Gjaldið er reyndar 55 evrur ef ekki hefur verið gengið frá greiðslunni á netinu sólarhring fyrir brottför.

LESTU LÍKA: 9 ráð til að létta farangurinn

Iceland Express rukkar farþegana einnig fyrir hverja innritaða tösku umfram þá einu sem er innifalin í fargjaldinu. Þar á bæ er gjaldið 3600 krónur fyrir hvern fluglegg, ef greitt er við bókun, en annars 4500 krónur á flugvellinum.

Hjá Icelandair má innrita tvær töskur án þess að greiða aukalega. Þriðja taskan kostar 11.500 krónur hvora leið. Hjá Icelandair og Delta er hámarksþyngdin 23 kíló en tuttugu hjá Iceland Express.

Öll félögin þrjú leyfa farþegum á almennu farrými að taka með sér eina tösku í handfarangur og persónulega hluti eins og yfirhafnir, varning úr fríhöfn og myndavélar.

TILBOÐ: Aloft í Harlem. Splunkunýtt hótel í New York

BÓKAÐU BÍLALEIGUBÍL Í ÚTLÖNDUM

 

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …