Stórtónleikastaður Dana

Það er ekki sjálfgefið að stórstjörnurnar haldi tónleika í Kaupmannahöfn á leið sinni um Danmörku. Herning á Jótlandi lokkar nefnilega margar þeirra til sín.

Það er nóg pláss fyrir stórstjörnur í Jyske Boxen höllinni
Eric Clapton, Rhianna og Justin Bieber eru stærstu nöfnin á listanum yfir þá sem troða upp í jóska bænum Herning í ár.

Bærinn er þekktur fyrir að veita ráðstefnum og tónleikum húsaskjól og á stærsta tónleikastað bæjarins er pláss fyrir alla fjörtíu og fimm þúsund íbúannna.

Tónleikahöllin Jyske Boxen rúmr fimmtán þúsund gesti og það er þar sem Clapton og nýstirnin tvö halda sína einu tónleika á danskri grundu í ár. Mörgum Kaupmannahafnarbúanum til mikillar gremju. 

Ekki bara popp

Það er pláss fyrir fleiri listamenn í Herning en dægurlagasöngvara. Þar eru til að mynda tvö nýlistasöfn sem íbúum miklu fjölmennara bæjarfélags þætti mikil prýði af að hafa í sinni heimabyggð. Heart nefnist það stærra og þar er að finna gott úrval af dönskum verkum og svo nokkur eftir þá heimsfrægustu. Á Carl-Henning Pedersen & Else Alfelts safninu er fókusað á verk listamanna sem kenndu sig við Cobra stefnuna. Húsakynni safnanna tveggja þykja ákaflega smekkleg og hafa víða verið lofuð.

Þeir sem vilja fá krydda Jótlandsreisuna með smá kúltúr ættu því að kikja við í Herning.

Þessi grein er skrifuð í samstarfi við:

 

 

 

TENGDAR GREINAR: Flug og hjól á JótlandiÍ landi danskra rússíbana
TILBOÐ: 10% afsláttur á ódýrt hótel í Kaupmannahöfn

Myndir: Jyskeboxen / Tony Brøchner, Heartmus / Iwan Baan og Carl-Henning Pedersen & Else Alfelts museum.

Bookmark and Share