Þar sem bjórinn er dýrastur

Grænlenskir barþjónar rukka að jafnaði meira fyrir bjórinn en starfsbræður þeirra annars staðar í heiminum.

Verðlag á Big Mac hamborgurum hefur lengi verið notað til að bera saman neysluverð milli landa. Á heimasíðunni Pintprice.com er glas af öli mælistikan og þar er að finna upplýsingar um hvað drykkurinn kostar í öllum heimsins hornum. Notendur síðunnar sjá sjálfir um verðsamanburðinn og framkvæmdin er frjálsleg.

Dýrasti bjórinn er samkvæmt Pintprice á Grænlandi. Þar kostar einn stór að meðaltali 1361 íslenskar krónur. Sopinn er hins vegar ódýrastur í Tadjikistan, sem liggur fyrir norðan Afganistan, því þar rukka menn aðeins 46 krónur fyrir glasið.

Þetta kostar bjórinn í þeim tíu löndum þar sem hann er dýrastur:

1. Grænland – 1361 kr.
2. Noregur – 1111 kr.
3. Katar – 1083 kr.
4. Djibouti – 1013 kr.
5. Singapúr – 926 kr.
6. Svíþjóð – 925 kr.
7. Sam. furstadæmin – 900 kr.
8. Guadeloupe – 888 kr.
9. Færeyjar – 867 kr.
10. Frakkland – 863 kr.

Hér á landi kostar bjórinn 611 krónur að jafnaði samkvæmt Pintprice og við eigum því langt í land með að komast á topp tíu listann.

NÝJAR GREINAR: Tívolí eini skemmtigarðurinn með Michelin stjörnur
TILBOÐ: Hótelíbúðir í Berlín – 10% afsláttur

Mynd: Joakim Westerlund – Creative Commons