Tívolí er eini skemmtigarðurinn með Michelin stjörnu

Michelin dekkjaframleiðandinn útdeildi stjörnum til bestu veitingastaðanna í dag. Tvær þeirra enduðu í vinsælasta skemmtigarði Danmerkur.

Það er ekki bara skyndibiti og kandífloss á matseðlinum í Tívolí í Kaupmannahöfn. Þar er nefnilega að finna tvo af bestu veitingastöðum Danmerkur ef marka má einkunnagjöf ferðabókar Michelin.

Staðirnir sem um ræðir heita Herman og The Paul og samkvæmt tilkynningu frá Tívolí er enginn annar skemmtigarður í heiminum sem býður uppá veitingar sem hlotið hafa náð fyrir augum matgæðinga Michelin.

Tívolí opnar 14. apríl og meðal hápunkta sumarsins eru tónleikar Duran Duran þann 14. júní. 

TILBOÐ: Ódýrt á einstöku hóteli í Kaupmannahöfn, verð frá 795DKK
TENGDAR GREINAR: Borðað hjá efnilegustu kokkunum

Mynd: Tivoli.dk

Bookmark and Share