Þýskaland vinsælla en Frakkland í fyrsta skipti

Það var metár hjá þýsku ferðaþjónustunni í fyrra. Þýskaland er nú næstvinsælasta ferðamannalandið í Evrópu.

Þýsk hótel hafa ekki áður haft jafn marga erlenda ferðamenn í gistingu eins og á síðasta ári. Gistinætur útlendinga í landinu voru þá sextíu milljón talsins og er þetta nýtt met samkvæmt vef þýska ferðamálaráðsins. Þrír af hverjum fjórum sem sóttu landið heim komu frá öðrum Evrópuríkjum, flestir frá Sviss.

Þýskaland er núna í öðru sæti yfir þau lönd sem laða til sín flesta evrópska ferðamenn. Þetta í fyrsta skipti sem landið kemst fram fyrir Frakkland á þeim lista. Spánn heldur hins vegar fyrsta sætinu.

TILBOÐ: Nóttin á 795DKK á einstöku hóteli í Kaupmannahöfn
NÝJAR GREINAR: Þar sem bjórinn er dýrastur

Mynd: Ferðamálaráð Þýskalands