Uppsveifla í hótelgeiranum

Á heimsvísu jukust tekjur hótela töluvert í janúar og það verður framhald á þessum góða vexti.

Viðskiptafólkið er aftur komið á ferðina og eyddi þessi hópur 40 prósent meira í hótelgistingu í janúar síðastliðnum en á sama tíma í fyrra. Tekjurnar af öðrum ferðamönnum jukust um fimmtán prósent.

Þetta kemur fram í skýrslu Pegasus Solutions sem fylgist með tekjum 90.000 hótela um allan heim. Haft er eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins á dönsku síðunni Standby að þessi aukna ferðagleði fólks sé vísbending um að efnahagur heimsins sé að rétta úr sér.

TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í London í tengslum við konunglegt brúðkaupAfsláttur á hótelíbúðum í Berlín
TENGDAR FRÉTTIR: Dýrustu hótelin eru í MoskvuÚtpæld hótel á góðu verði

Mynd: John Althouse Cohen (Creative Commons)