Bílaleigubílar hækka í verði vegna jarðskjálftanna

Afkastageta japanskra bílaframleiðanda hefur minnkað í kjölfar náttúruhamfaranna þar í landi. Bílaleigur í Evrópu sjá fram á skort á bílum og hærri verð.

Það borgar sig að bóka bílaleigubíl sumarsins sem fyrst. Því ef marka má orð forsvarsmanna bílaleigufyrirtækjanna þá er útlit fyrir að leigan á bílum muni hækka verulega fram að sumri. Ástæðan er að illa gengur að koma framleiðslunni í samt horf í bílaverksmiðjunum í Japan, þaðan sem uppistaðan í flota leigufyrirtækjanna kemur. Það er því fyrirsjáanlegt að það muni vanta bíla á vinsælustu ferðamannastöðunum í Evrópu í sumar.

Samkvæmt frétt The Times eru verðin nú þegar farin að hækka og dæmi eru um að bílar í suðurhluta álfunnar kosti nú tvöfalt meira en fyrir þremur vikum síðan.

Ferðamenn ættu því að huga að almenningssamgöngum í ríkari mæli því víðast í Evrópu er hægt að komast leiðar sinnar með lestum og rútum.

Smelltu hér til að kanna verð á bílaleigubílum.

NÝJAR GREINAR: Hótel heimamanna í Toronto
TILBOÐ: Berlín: Hótelíbúðir í Mitte hverfinu- 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista