Fáir ferðamenn í Japan

Ferðaþjónustan í Japan gengur í gegnum svipaða tíð nú og sú íslenska fyrir ári síðan.

Þegar askan úr Eyjafjallajökli stöðvaði flugumferð í heiminum datt botninn úr sölu á ferðum til Íslands. Þeir útlendingar sem áttu pantað far hingað reyndu að afbóka ferðir sínar jafnvel þó mánuðir væru í brottför. Það sama er nú upp á teningnum í Japan og þar eru nú helmingi færri ferðamenn en í venjulegu árferði þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti víða um heim hafi gefið þegnunum grænt ljós á ferðalög til landsins.

Fólki er þó ráðlagt að halda sig fjarri Tohoku héraði í norðurhluta landsins þar sem Fukushima kjarnorkuverið er. Sá hluti landsins hefur reyndar ekki verið meðal vinsælustu ferðamannastaðanna í Japan því flestir túristar sækja í suðrið, meðal annars til borganna Osaka og Kyoto.

NÝJAR GREINAR: Hótel í París í þremur verðflokkum
TILBOÐ: London: Gistiheimili og hótelíbúðir. 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Ferðamálaráð Japan