Samfélagsmiðlar

Fallegasta þorpið í Danmörku

Gömul verstöð á eyjunni Fanø í Norðursjó er fallegasti bærinn í Danmörku að mati landsmanna

Þeir byggðu sér reisuleg múrsteinshús, með háum stráþökum, skipstjórarnir í bænum Sønderho á blómatíma seglskipanna. Rúmlega sjötíu þeirra standa ennþá í dag og þorpsmyndin er því mjög heilleg í þessu litla kauptúni eyjunni Fanø, sem fékk nýverið flest atkvæði í valinu á fallegasta smábænum í Danmörku.

Líf og fjör á sumrin

Með tilkomu gufuskipanna var fótunum kippt undan byggðinni í Sønderho og í dag búa þar aðeins rúmlega þrjú hundruð manns. Á sumrin fjölgar þó íbúunum talsvert því mörg gömlu húsanna eru nýtt sem sumarbústaðir. Fanø er líka vinsæll fer

ðamannastaður og þeir sem þangað koma geta vart annað en gefið sér smátíma í að rölta um hlykkjóttar götur Sønderho og virt fyrir sér þessa fallegu mannabústaði. Útsýnistúrnum er tilvalið að slútta á krá bæjarins, Sønderho kro, sem er nærri þrjú hundruð ára gömul og ein sú elsta í Danmörku.

Á kránni er að finna gistiheimili með nokkrum mjög huggulegum herbergjum sem leigð eru á 1000 til 1800 danskar á nótt.

15 kílómetra löng baðströnd

Um leið og sjórinn er nógu heitur fyrir sjóböð fjölgar farþegunum í ferjunni frá Esbjerg. Baðstrendur eyjunnar eru nefnilega ekki síður vinsælar en bæirnir hjá ferðafólki. Vatnið er víða aðgrunnt og aðstaðan því mjög góð fyrir börn sem geta auðveldlega buslað í sjávarmálinu

Á vesturströndinni er fimmtán kílómetra löng sandströnd þar sem flugdrekar og skútur eru áberandi því það getur orðið vindasamt á þessum hluta eyjunnar sem snýr út að Norðursjó.

Það tekur aðeins 12 mínútur að sigla út í Fanø frá Esbjerg. Þangað er hægt að taka með sér bíl eða bara leigja hjól þegar út í eyju er komið. Það er því lítið mál að gera stopp í Fanø á ferðalagi um Jótland.

Þar er líka nóg af sumarhúsum til leigu (sjá hér) fyrir þá sem vilja njóta sælunnar í fallegasta plássinu í Danaveldi lengur en dagspart.

Þessi grein er skrifuð í samstarfi við:


 

TENGDAR GREINAR: Flug og hjól á Jótlandi
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Myndir: Danmark Media Center og Visit Fanø


Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …