Samfélagsmiðlar

Hótel í París í þremur verðflokkum

Gisting í borg ljósanna kostar sitt. Hér eru þó þrjú hótel sem eiga það sameiginlegt að vera í ódýrari kantinum og óhefðbundin.

Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í París

Oops hostel

Af fjörtíu og sex herbergjum hótelsins eru 12 með eigin baðherbergi en á hinum er aðeins klósett en baðaðstaða fram á gangi, fyrir þá sem láta franskt bað ekki duga. Á milli 11 á morgnana og fram til fjögur verða gestir að halda sig utandyra á meðan ræstitæknar Oops sinna störfum sínum.

Verð frá 60 evrum (9800 krónur) fyrir sérherbergi en 23 evrur fyrir þá sem vilja bara bóka pláss í koju.

www.oops-paris.com

 

 

Hotel de la Paix Montparnasse

Þeir eru álíka uppteknir af veðrinu á Hotel de la Paix og við Íslendingar erum upp til hópa. Því á krítartöflu í lobbíinu er veðurspá dagsins teiknuð upp að morgni sérhvers dags með viðeigandi táknum fyrir allar tegundir veðurs.
Þessi svarta tafla er ekki eina tengingin við skólastofur á hótelinu því þegar það var tekið í gegn á síðasta ári var innréttað í anda skólabygginga sjötta áratugarins.
Þessar breytingar virðast hafa fallið í kramið, alla vega hjá notendum Tripadvisor, því þar er hótelið hlaðið lofi.
Ekki skemmir fyrir að stutt er í Lúxemborgargarðinn þar sem tilvalið er að skella sér í lautarferð á góðum degi enda lítið mál að verða sér út um gott nesti í París.

Ódýrustu tveggja manna herbergin kosta 102 evrur (16.800 kr.) en hægt er að fá lægri verð ef tilboð á heimsíðu hótelsins eru bókuð.

www.paris-montparnasse-hotel.com

Hotel Mayet

Á herbergjum eru gamlir skjalaskápar í stað náttborða, risastórar klukkur og veggirnir gráir því hér ræður skrifstofuþemað ríkjum. Eins furðulegt og það nú er enda dreymir sennilega fáa kontorista um að sofa í vinnunni.
Miklu léttara er yfir anddyrinu og matsölunum á fyrstu hæð því þar hafa grafíklistamenn verið fengnir til að sjá um stemninguna. Það er því töluverður stílmunur á hæðunum á Hotel Mayet.

Í afgreiðslunni eru póstkort með frímerkjum sem gestirnir geta sent frítt þangað sem þeir vilja. Og er ekki miklu skemmtilegra að fá sent póstkort en mms frá útlöndum? Alla vega er ekki hægt að innramma það síðarnefnda.

Ódýrustu tveggja manna herbergin kosta 130 evrur (21.300 kr.).

www.mayet.com

TILBOÐ: London: Gistiheimili og hótelíbúðir. 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista
TENGDAR GREINAR: Þrjú misdýr hótel í Stokkhólmi
VEGVÍSIR:
París

Myndir: Frá viðkomandi hótelum.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …