Samfélagsmiðlar

Hótel í París í þremur verðflokkum

Gisting í borg ljósanna kostar sitt. Hér eru þó þrjú hótel sem eiga það sameiginlegt að vera í ódýrari kantinum og óhefðbundin.

Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í París

Oops hostel

Af fjörtíu og sex herbergjum hótelsins eru 12 með eigin baðherbergi en á hinum er aðeins klósett en baðaðstaða fram á gangi, fyrir þá sem láta franskt bað ekki duga. Á milli 11 á morgnana og fram til fjögur verða gestir að halda sig utandyra á meðan ræstitæknar Oops sinna störfum sínum.

Verð frá 60 evrum (9800 krónur) fyrir sérherbergi en 23 evrur fyrir þá sem vilja bara bóka pláss í koju.

www.oops-paris.com

 

 

Hotel de la Paix Montparnasse

Þeir eru álíka uppteknir af veðrinu á Hotel de la Paix og við Íslendingar erum upp til hópa. Því á krítartöflu í lobbíinu er veðurspá dagsins teiknuð upp að morgni sérhvers dags með viðeigandi táknum fyrir allar tegundir veðurs.
Þessi svarta tafla er ekki eina tengingin við skólastofur á hótelinu því þegar það var tekið í gegn á síðasta ári var innréttað í anda skólabygginga sjötta áratugarins.
Þessar breytingar virðast hafa fallið í kramið, alla vega hjá notendum Tripadvisor, því þar er hótelið hlaðið lofi.
Ekki skemmir fyrir að stutt er í Lúxemborgargarðinn þar sem tilvalið er að skella sér í lautarferð á góðum degi enda lítið mál að verða sér út um gott nesti í París.

Ódýrustu tveggja manna herbergin kosta 102 evrur (16.800 kr.) en hægt er að fá lægri verð ef tilboð á heimsíðu hótelsins eru bókuð.

www.paris-montparnasse-hotel.com

Hotel Mayet

Á herbergjum eru gamlir skjalaskápar í stað náttborða, risastórar klukkur og veggirnir gráir því hér ræður skrifstofuþemað ríkjum. Eins furðulegt og það nú er enda dreymir sennilega fáa kontorista um að sofa í vinnunni.
Miklu léttara er yfir anddyrinu og matsölunum á fyrstu hæð því þar hafa grafíklistamenn verið fengnir til að sjá um stemninguna. Það er því töluverður stílmunur á hæðunum á Hotel Mayet.

Í afgreiðslunni eru póstkort með frímerkjum sem gestirnir geta sent frítt þangað sem þeir vilja. Og er ekki miklu skemmtilegra að fá sent póstkort en mms frá útlöndum? Alla vega er ekki hægt að innramma það síðarnefnda.

Ódýrustu tveggja manna herbergin kosta 130 evrur (21.300 kr.).

www.mayet.com

TILBOÐ: London: Gistiheimili og hótelíbúðir. 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista
TENGDAR GREINAR: Þrjú misdýr hótel í Stokkhólmi
VEGVÍSIR:
París

Myndir: Frá viðkomandi hótelum.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …