Íhuga að gefa afslátt til að fjölga flugleiðum

Áætlanir eru uppi um að laða ný flugfélög til landsins með betri kjörum en eru í boði í dag.

Flugvellir víða um heim bjóða flugfélögum styrki og lægri gjöld gegn því að þau hefji þangað áætlunarflug. Ástæðan er ekki aðeins sú að auka tekjur flugvallarins því það getur orðið ferðaþjónustu svæðisins mikil lyftistöng ef þangað er flogið frá fleiri stöðum.

Hér á landi standa nýjum flugfélögum ekki til boða hagstæðari kjör gegn því að bæta Íslandi við leiðarkerfi sitt. En á því kann að verða breyting á því hjá Isavia, sem rekur flugvelli landsins, er verið að kanna grundvöll fyrir því að gefa þeim félögum afslætti sem ráðgera að bjóða uppá flug hingað frá nýjum áfangastöðum, samkvæmt Hjördísi Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Hún telur ekki tímabært að greina frá því hvað verði í boði fyrir flugfélögin þar sem ennþá sé unnið að því að móta hugmyndir í þeim efnum innan félagsins.

NÝJAR GREINAR: Hótel heimamanna í Toronto
TILBOÐ: Berlín: Hótelíbúðir í Mitte hverfinu- 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Wikicommons