Samfélagsmiðlar

Hvað kostar að fylgja U-21 landsliðinu til Jótlands?

Hér eru þrjár hugmyndir að fótboltaferðum til Jótlands í sumar.

Í júní gefst sjaldgæft tækifæri til að fylgjast með íslensku karlalandsliði í úrslitakeppni stórmóts þegar U-21 landsliðið tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í Danmörku.

Fyrsti leikur liðsins er í Árósum þann 11. júní og þriðji og síðasti leikurinn í riðlakeppninni er viku síðar í Álaborg. Úrslitaleikurinn sjálfur er þann tuttugasta og fimmta.

Hér eru þrjú dæmi um hvernig hægt er að komast í stúkuna og hvað það kostar.

Tveir leikir í riðlakeppninni – flug og miðar á 43 þúsund.

Ef flogið er með Icelandair til Billund 13. júní og heim viku síðar kostar flugið 40.280 (verð í dag, 28.apríl). Ódýrustu miðarnir á leikina kosta 70 danskar (um 1100 íslenskar) ef þeir eru keyptir á Billetnet.

Frá Billund flugvelli gengur rúta til Árósa nokkrum sinnum á dag. Fargjaldið er 180 danskar (tæpar 4000 íslenskar).

Allir leikirnir í riðlakeppninni – flug og miðar á 51 þúsund

Það hentar betur að fljúga með Icelandair til Billund fyrir þá sem vilja sjá alla þrjá leikina í riðlakeppninni en Iceland Express. Með Icelandair kostar flugið 11. til 20. júní 48.280 kr. (verðið í dag, 28.apríl). Síðan tekur við ferðalag frá Billund til Árósa eins og í dæminu á undan.

Einnig er hægt að fljúga til Kaupmannahafnar 11. júní og heim þann nítjánda. Með því að kaupa næturflug með Icelandair, aðfararnótt ellefta júní, kostar miðinn 41.390 eða tæpum sjö þúsund krónum minna en hjá Iceland Express sömu daga. Þeir sem fara þessa leið geta tekið lestina frá Kastrup og til Árósa sem tekur þrjá tíma og svo tilbaka frá Álaborg um miðnætti 18. júní, kvöldið fyrir flug. Þá má reyndar lítið út af bregða því lestin frá Álaborg rennir í hlað á Kastrup flugvelli tæpum tveimur tímum fyrir brottför flugvélarinnar. Ef lestarmiðar eru pantaðar á vef DSB með góðum fyrirvara kostar farið fram og tilbaka í kringum 800 danskar (18.000 íslenskar).

Allt mótið – Flug og miðar á 60 þúsund

Þeir sem trúa því að íslenska liðið fari langt í mótinu vilja síður þurfa að fara heim þegar riðlakeppnin er búin. Dagana 11. til 27. júní kostar flugið til Billund með Icelandair rúmar 55 þúsund. En ef farið er í gegnum Kaupmannahöfn (heimferð 26. júní) kostar farið með báðum félögum um fjörtíu og níu þúsund. Flug Iceland Express til Álaborgar nýtist ekki fótboltaáhugamönnum vel því aðeins er flogið á miðvikudögum frá 15. júní.

Ekki gleyma gistingunni

Hótelkostnaður vegur þungt á ferðalaginu en þeir sem vilja gista sem ódýrast geta pakkað niður tjaldi eða gist á farfuglaheimilum Danhostel. Gistihúsin á vef Bedandbreakfast.dk eru líka ódýr eða frá 300 dönskum fyrir tveggja manna herbergi. Af hótelunum þá eru fáir sem bjóða betur en Cabinn, Zleep í Álaborg og City Sleep-in í Árósum þar sem tveggja manna herbergi með baði kostar 750 danskar (16600 kr).

TENGDAR GREINAR: Þúsund íslenskir útlendingar sóttir heim og Íslendingar á heimavelli á Jótlandi
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Myndasafn KSÍ

 

 

 

Þessi grein er skrifuð í samstarfi við:


Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …